Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Strætó heldur enn áfram að arðræna nemendur þetta haustið með að tvírukka fargjöldin á fyrstu skóladögunum.
Ekki aðeins að nemakortin hafi hækkað frá í fyrra úr 20.000 í 38.500, heldur þurfa nemendur að tvígreiða fargjaldið þar til nemakort er afhent. Kortin fóru ekki í sölu fyrr en eftir að framhaldsskólarnir voru settir. Áætlað er að taki 5 daga að afhenda kortin og 5 dagar í strætó kosta 3 þúsund, sé keypt 10 miða kort. Ef miðað er við 5 daga afhendingu kortanna hefur ferðakostnaður nemenda sem nýta sér strætó því hækkað um 107,5% frá í fyrra.
Ekki er öll sagan sögð því síðastliðið haust lentu margir nemendur í miklum töfum á að fá kortin afhent, það tók t.d. þrjár vikur fyrir barnið mitt að fá sitt nemakort. Hver vika í farmiðum kostar 3 þúsund. Arðrán Strætó heldur enn áfram bæði með gífulegri hækkun nemakorta og með tvírukkun strætógjalda þar til kortin eru afhent.
Strætó gæti vel sýnt þann sveigjanleika að taka gilda útprentaða greiðslukvittun þar til öll nemakort hafa verið afhent. Tæknin er orðin þannig í dag að hægt er að kaupa bíómiða á netinu og mæta svo í bíó með bókunarnúmer eða útprentaða kvittun. Það er engin afsökun í nútímasamfélagi að finna ekki leið til að leysa þetta á meðan nemendakortin eru í vinnslu. Það er verulega íþyngjandi fyrir nemendur að sitja uppi með að tvígreiða í strætó á haustin.
Sífellt seilst lengra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.8.2012 | 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)