Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Þarf ekki að breyta sírenuvæli þannig að getum heyrt úr hvaða átt það kemur?

Hver kannast ekki við að heyra sírenuvæl en sjá engan sjúkra- eða lögreglubíl? Öll athyglinn fer í að leita að bílnum í forgangsakstri. Án árangurs, með tilheyrandi truflun á athyglinni í umferðinni. Þegar loksins þú sérð bílinn með sírenuvælið er hann kominn alveg upp að þér og þá verður lítið svigrúm til að bregðast við í tíma.

Ástæðan fyrir því að við getum ekki staðsett úr hvaða átt sírenuvæl kemur er að bylgjulengd sírenuvæls er jafnbreið mannshöfði. Sem gerir það að verkum að það er útilokað fyrir okkur að staðsetja sírenuvælið. Þegar bylgjulengd hljóðs er jafnbreytt höfðinu, skellur hljóðið á sama tíma á báðum eyru. Þegar hljóð skellur á hægra og vinstra eyra á mismunandi tíma gerir það mannsheilanum kleift að reikna út staðsetningu hljóðs.

 Væri ekki skynsamlegra að breyta sírenuvæli þannig að við getum staðsett hvaðan vælið kemur til að geta brugðist við í tíma og komið sér tímanlega út í kant?


mbl.is Forgangsakstur bráðhættulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Rósa Steingrímsdóttir
Rósa Steingrímsdóttir

Eldri færslur

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband